Leynisamkomulag tryggir friðhelgi Sigríður Mogensen skrifar 17. september 2010 18:57 Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira