Leynisamkomulag tryggir friðhelgi Sigríður Mogensen skrifar 17. september 2010 18:57 Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira