Arsenal sló met í meistaradeildinni í kvöld með 5-1 sigri á Shakhtar Donetsk en Arsenal-menn hafa nú skorað 14 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í riðlakeppninni en það hefur aldrei gerst áður.
Spænska liðið Real Madrid átti gamla metið en Real-menn skoruðu 12 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum tímabilið 2002-2003.
Arsenal vann 6-0 sigur á Braga í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með 3-1 sigri á Partizan í 2. umferðinni. Marouane Chamakh og Francesc Fabregas hafa báðir skorað þrjú mörk í keppninni.
Þegar Real setti gamla metið vann það 3-0 sigur á Roma í fyrsta leik, svo 6-0 sigur á Genk áður en liðið gerði síðan 3-3 jafntefli við AEK Aþenu í þriðju umferðinni.