Ferrari menn fljótastir á nýju dekkjunum 20. nóvember 2010 16:59 Pirelli dekkjaframleiðandinn sér keppnisliðum fyrir dekkjum á næsta keppnistímabili. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Fernando Alonso var fljótastur allra á Pirelli dekkjunum sem hafa verið prófuð af kappi í Abu Dhabi í dag. Í gær var Felipe Massa á Ferrari fljótastur að sama skapi, en Pirelli dekk verða notuð í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone, en aðeins einn dekkjaframleiðandi hefur verið í íþróttinni síðustu ár til að spara kostnað. Öll keppnisliða nota samskonar dekk og prófunin í dag og í gær var til að keppnislið og ökumenn fengju smjörþefinn af því sem koma skal og Pirelli fengi marktæka reynslu af þeim dekkjum sem þegar hafa verið búinn til. "Ég er nokkuð ánægður með virkni dekkjanna og þau eru ekkert mjög ólík því sem fyrri framleiðandi bauð upp á. Ég held að umskiptin verði létt", sagði Alonso, en gera þurfti lítlsháttar breytingar á uppsetningu Ferrari bílsins fyrir Pirelli dekkinn, miðað við það sem hafði þurft á Bridgestone dekkjunum", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Michael Schumacher hjá Mercedes æfði á Pirelli dekkjunum í dag og sagðist hafa safnað miklu af upplýsingum með liði sínu. "Ég er trúlega eini ökumaðurinn sem hefur ekið á Pirelli áður, en það var fyrir 20 árum. Við notuðum 2010 bíl í dag og þetta snýst um hvernig dekkin henta 2011 bílnum. Ég er forvitinn að vita hvernig það verður, en hlakka til á sama tíma að fá frí. Ég er viss um að strákarnir í liðinu eru sammála því og þeir eiga það skilið. Ég er mjög þakklátur fyrir þeirra störf á árinu og þetta hefur verið skemmtilegt samstarf", sagði Schumacher. Tímarnir í dag 1. Fernando Alonso Ferrari 1m40.529s 105 2. Sebastian Vettel Red Bull 1m40.825s 66 3. Rubens Barrichello Williams 1m41.294s 101 4. Robert Kubica Renault 1m41.614s 91 5. Gary Paffett McLaren 1m41.622s 46 6. Oliver Turvey McLaren 1m41.740s 30 7. Michael Schumacher Mercedes 1m41.757s 74 8. Paul di Resta Force India 1m41.869s 35 9. Kamui Kobayashi Sauber 1m42.110s 43 9. Sebastien Buemi Toro Rosso 1m42.145s 98 10. Tonio Liuzzi Force India 1m42.416s 47 11. Sergio Perez Sauber 1m42.777s 46 12. Jarno Trulli Lotus 1m44.521s 83 13. Pastor Maldonado Hispania 1m44.768s 65 14. Timo Glock Virgin 1m44.783s 83 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso var fljótastur allra á Pirelli dekkjunum sem hafa verið prófuð af kappi í Abu Dhabi í dag. Í gær var Felipe Massa á Ferrari fljótastur að sama skapi, en Pirelli dekk verða notuð í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone, en aðeins einn dekkjaframleiðandi hefur verið í íþróttinni síðustu ár til að spara kostnað. Öll keppnisliða nota samskonar dekk og prófunin í dag og í gær var til að keppnislið og ökumenn fengju smjörþefinn af því sem koma skal og Pirelli fengi marktæka reynslu af þeim dekkjum sem þegar hafa verið búinn til. "Ég er nokkuð ánægður með virkni dekkjanna og þau eru ekkert mjög ólík því sem fyrri framleiðandi bauð upp á. Ég held að umskiptin verði létt", sagði Alonso, en gera þurfti lítlsháttar breytingar á uppsetningu Ferrari bílsins fyrir Pirelli dekkinn, miðað við það sem hafði þurft á Bridgestone dekkjunum", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Michael Schumacher hjá Mercedes æfði á Pirelli dekkjunum í dag og sagðist hafa safnað miklu af upplýsingum með liði sínu. "Ég er trúlega eini ökumaðurinn sem hefur ekið á Pirelli áður, en það var fyrir 20 árum. Við notuðum 2010 bíl í dag og þetta snýst um hvernig dekkin henta 2011 bílnum. Ég er forvitinn að vita hvernig það verður, en hlakka til á sama tíma að fá frí. Ég er viss um að strákarnir í liðinu eru sammála því og þeir eiga það skilið. Ég er mjög þakklátur fyrir þeirra störf á árinu og þetta hefur verið skemmtilegt samstarf", sagði Schumacher. Tímarnir í dag 1. Fernando Alonso Ferrari 1m40.529s 105 2. Sebastian Vettel Red Bull 1m40.825s 66 3. Rubens Barrichello Williams 1m41.294s 101 4. Robert Kubica Renault 1m41.614s 91 5. Gary Paffett McLaren 1m41.622s 46 6. Oliver Turvey McLaren 1m41.740s 30 7. Michael Schumacher Mercedes 1m41.757s 74 8. Paul di Resta Force India 1m41.869s 35 9. Kamui Kobayashi Sauber 1m42.110s 43 9. Sebastien Buemi Toro Rosso 1m42.145s 98 10. Tonio Liuzzi Force India 1m42.416s 47 11. Sergio Perez Sauber 1m42.777s 46 12. Jarno Trulli Lotus 1m44.521s 83 13. Pastor Maldonado Hispania 1m44.768s 65 14. Timo Glock Virgin 1m44.783s 83
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira