Schumacher bað Barrichello afsökunar 26. ágúst 2010 14:06 Rubens Barrichello og Michael Schumacher hafa setið marga blaðamannafundi á ferlinum og eru hér saman ásamt fleirum fyrir tyrkneska kappaksturinn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira