Sérstakt kvöld fyrir Liverpool-strákinn Dani Pacheco á Anfield í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2010 14:30 Dani Pacheco. Mynd/Bongarts/Getty Images Hinn 19 ára gamli Dani Pacheco var ánægður með framlag sitt í 1-0 sigri Liverpool á Unirea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Anfield í gær. Dani Pacheco kom inn á sem varamaður fyrir Alberto Aquilani í seinni hálfleik og lagði upp sigurmark David Ngog tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði til hans fyrirgjöf frá Ryan Babel. „Það var mikilvægt að vinna þennan leik og það að eiga þátt í sigurmarkinu gerði þetta að mjög sérstöku kvöldi fyrir mig," sagði Dani Pacheco í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Þetta var frábær fyrirgjöf frá Ryan og mér tókst að skalla boltann fyrir David sem skoraði. Það voru allir mjög ánægðir með þetta," sagði Pacheco. „Þegar ég kom inn á völlinn þá sagði stjórinn mér að spila á svæðinu fyrir aftan framherjann. Ég fór síðan meira yfir á hægri kantinn og var bara ánægður með að gera mitt til þess að hjálpa liðinu," sagði Pacheco. „Það er einstök upplifun að heyra stuðningsmennina syngja nafnið sitt og það var mjög skemmtileg stund fyrir fjölskyldu mína," sagði Dani Pacheco sem var ánægður með frammistöðu David Ngog. „Það er allt annað en auðvelt að leysa Fernando Torres af sem er framherji í heimsklassa. David vinnur samt vel fyrir liðið og er að standa sig vel," sagði Pacheco sem kom til Liverpool úr unglingastarfi Barcelona árið 2007. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Dani Pacheco var ánægður með framlag sitt í 1-0 sigri Liverpool á Unirea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Anfield í gær. Dani Pacheco kom inn á sem varamaður fyrir Alberto Aquilani í seinni hálfleik og lagði upp sigurmark David Ngog tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði til hans fyrirgjöf frá Ryan Babel. „Það var mikilvægt að vinna þennan leik og það að eiga þátt í sigurmarkinu gerði þetta að mjög sérstöku kvöldi fyrir mig," sagði Dani Pacheco í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Þetta var frábær fyrirgjöf frá Ryan og mér tókst að skalla boltann fyrir David sem skoraði. Það voru allir mjög ánægðir með þetta," sagði Pacheco. „Þegar ég kom inn á völlinn þá sagði stjórinn mér að spila á svæðinu fyrir aftan framherjann. Ég fór síðan meira yfir á hægri kantinn og var bara ánægður með að gera mitt til þess að hjálpa liðinu," sagði Pacheco. „Það er einstök upplifun að heyra stuðningsmennina syngja nafnið sitt og það var mjög skemmtileg stund fyrir fjölskyldu mína," sagði Dani Pacheco sem var ánægður með frammistöðu David Ngog. „Það er allt annað en auðvelt að leysa Fernando Torres af sem er framherji í heimsklassa. David vinnur samt vel fyrir liðið og er að standa sig vel," sagði Pacheco sem kom til Liverpool úr unglingastarfi Barcelona árið 2007.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira