Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 16. júní 2010 06:00 Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. en á Haítí hafði ósköp fátt breyst. Húsin voru jafnhrunin og innviðir samfélagsins jafn brostnir og fyrr. Það sem breyttist var að kastljós umheimsins beindist annað. okkur Vesturlandabúum hættir einmitt til þess. Eina stundina erum við með böggum hildar yfir óréttlætinu á einum stað og þá næstu brennur eitthvað annað á okkur. Kannski er það eina leiðin til að takast á við þær hörmungar sem hellast yfir mannkynið, oft og tíðum af þess völdum, að horfa á afmarkað fyrirbæri í afmarkaðan tíma. En vandamálið hverfur ekki þótt ásjónu sé snúið undan. Ekki þýðir að hafa gullfiskaminni þegar kemur að hörmungum, snúa sér að næstu og gleyma þeim fyrri. Á dögunum hlustaði ég á útvarpsþáttinn This American Life, sem fjallaði um Haítí. Eins og fyrr er getið er ástandið þar skelfilegt og var ekki beysið fyrir. Við í vestrænni velmegun, sem í miðri kreppu er hátíð miðað við ástandið þar, lítum á Haítí og þriðja heiminn sem sporgöngumenn okkar í átt til samfélagsþróunar. Þetta eru vanþróuð lönd í okkar tungutaki. Í þættinum var því hins vegar velt upp hvort því væri ekki akkúrat öfugt farið, erum við ekki á þeirra leið. Sífellt meiri rányrkja og harðari aðgangur á auðlindir heimsins skilur eftir sig æ stærri undir. Á Haítí voru trén höggvin burt og jarðvegurinn stendur óbundinn eftir, gengið var svo á auðlindina að auðnin blasir við. Það er ekki einsdæmi í veraldarsögunni, við horfum upp á það um allan heim. Flotar þurrka upp fiskimið, sprengt er eftir gulli án forsjár og sjávargrunnið er sprengt til að nálgast olíu. besta hjálpin sem hægt er að færa íbúum Haítí og okkur öllum er sjálfbært samfélag sem gengur ekki um of á auðlindir sínar. Annars verðum við eins og maðurinn á Haítí sem benti þáttagerðarmanni á fjallið fyrir ofan hjálparstöðina og sagði að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær, hlíðin skriði yfir húsin. Ekkert héldi jarðveginum uppi. Offorsið í nýtingunni hafði skapað stöðu sem endar aðeins á einn veg. Með hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. en á Haítí hafði ósköp fátt breyst. Húsin voru jafnhrunin og innviðir samfélagsins jafn brostnir og fyrr. Það sem breyttist var að kastljós umheimsins beindist annað. okkur Vesturlandabúum hættir einmitt til þess. Eina stundina erum við með böggum hildar yfir óréttlætinu á einum stað og þá næstu brennur eitthvað annað á okkur. Kannski er það eina leiðin til að takast á við þær hörmungar sem hellast yfir mannkynið, oft og tíðum af þess völdum, að horfa á afmarkað fyrirbæri í afmarkaðan tíma. En vandamálið hverfur ekki þótt ásjónu sé snúið undan. Ekki þýðir að hafa gullfiskaminni þegar kemur að hörmungum, snúa sér að næstu og gleyma þeim fyrri. Á dögunum hlustaði ég á útvarpsþáttinn This American Life, sem fjallaði um Haítí. Eins og fyrr er getið er ástandið þar skelfilegt og var ekki beysið fyrir. Við í vestrænni velmegun, sem í miðri kreppu er hátíð miðað við ástandið þar, lítum á Haítí og þriðja heiminn sem sporgöngumenn okkar í átt til samfélagsþróunar. Þetta eru vanþróuð lönd í okkar tungutaki. Í þættinum var því hins vegar velt upp hvort því væri ekki akkúrat öfugt farið, erum við ekki á þeirra leið. Sífellt meiri rányrkja og harðari aðgangur á auðlindir heimsins skilur eftir sig æ stærri undir. Á Haítí voru trén höggvin burt og jarðvegurinn stendur óbundinn eftir, gengið var svo á auðlindina að auðnin blasir við. Það er ekki einsdæmi í veraldarsögunni, við horfum upp á það um allan heim. Flotar þurrka upp fiskimið, sprengt er eftir gulli án forsjár og sjávargrunnið er sprengt til að nálgast olíu. besta hjálpin sem hægt er að færa íbúum Haítí og okkur öllum er sjálfbært samfélag sem gengur ekki um of á auðlindir sínar. Annars verðum við eins og maðurinn á Haítí sem benti þáttagerðarmanni á fjallið fyrir ofan hjálparstöðina og sagði að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær, hlíðin skriði yfir húsin. Ekkert héldi jarðveginum uppi. Offorsið í nýtingunni hafði skapað stöðu sem endar aðeins á einn veg. Með hruni.