Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir 23. október 2010 06:00 Pallborðið Samtökin Sterkara Ísland sem vinna að aðild Íslands að ESB stóðu fyrir fundi í Iðnó. Fréttablaðið/GVA Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira