Snæfellingar unnu í gær þriðja leikinn í röð í DHL-höll þeirra KR-inga og tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík. Snæfell var nærri búið að missa niður 20 stiga forustu í lokaleikhlutanum en hélt út og fagnaði sigri.
Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í gær og myndaði stemminguna sem var engu lík enda húsið troðfullt.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Snæfellingar sendu meistarana í sumarfrí - myndasyrpa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
