Raikkönen gengur vel í rallakstri 23. ágúst 2010 10:46 Kimi Raikkönen kann tökinn á tækninni í rallakstri, rétt eins og Formúlu 1. Mynd: Getty Images Finnanum Kimi Raikkönen gekk ágætlega í þýska rallinu sem er liður í heimsmeistaramótinu í rallakstri, en keppt var um helgina. Sebastian Loeb frá Frakklandi vann mótið á Citroen, en Raikkönen varð sjöundi á Citroen. Loeb vann sinn áttunda sigur í rallinu og er ósigraður í mótinu. Greint er frá þessu á autosport.com. Raikkönen þykir standa sig vel í rallakstri og óljóst enn sem komið er hvort hann snýr aftur í Formúlu 1, en Ferrari leysti hann undan samningi til að geta ráðið Fernando Alonso til sín. Raikkönen keppti af kappi um sjötta til sjjöunda sæti, en gerði nokkur mistök á sunnudag og tapaði sætinu til Matthew Wilson á Ford. Loeb varð á undan félaga sínum Dani Sordo hjá Citroen í mótinu í Þýskalandi og Sebastian Olgier á samskonar bíl varð þriðji. Lokastaðan í Þýskalandi 1. Sebastien Loeb Citroen 3:klst 59m38.3s 2. Dani Sordo Citroen + 51.3s 3. Sebastien Ogier Citroen + 2m13.3s 4. Jari-Matti Latvala Ford + 2m33.9s 5. Petter Solberg Citroen + 6m47.7s 6. Matthew Wilson Ford + 8m46.7s 7. Kimi Raikkonen Citroen + 8m50.5s 8. Khalid Al Qassimi Ford + 17m36.5s 9. Mark van Eldik Subaru + 17m53.0s 10. Patrik Sandell Skoda + 17m58.8s Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finnanum Kimi Raikkönen gekk ágætlega í þýska rallinu sem er liður í heimsmeistaramótinu í rallakstri, en keppt var um helgina. Sebastian Loeb frá Frakklandi vann mótið á Citroen, en Raikkönen varð sjöundi á Citroen. Loeb vann sinn áttunda sigur í rallinu og er ósigraður í mótinu. Greint er frá þessu á autosport.com. Raikkönen þykir standa sig vel í rallakstri og óljóst enn sem komið er hvort hann snýr aftur í Formúlu 1, en Ferrari leysti hann undan samningi til að geta ráðið Fernando Alonso til sín. Raikkönen keppti af kappi um sjötta til sjjöunda sæti, en gerði nokkur mistök á sunnudag og tapaði sætinu til Matthew Wilson á Ford. Loeb varð á undan félaga sínum Dani Sordo hjá Citroen í mótinu í Þýskalandi og Sebastian Olgier á samskonar bíl varð þriðji. Lokastaðan í Þýskalandi 1. Sebastien Loeb Citroen 3:klst 59m38.3s 2. Dani Sordo Citroen + 51.3s 3. Sebastien Ogier Citroen + 2m13.3s 4. Jari-Matti Latvala Ford + 2m33.9s 5. Petter Solberg Citroen + 6m47.7s 6. Matthew Wilson Ford + 8m46.7s 7. Kimi Raikkonen Citroen + 8m50.5s 8. Khalid Al Qassimi Ford + 17m36.5s 9. Mark van Eldik Subaru + 17m53.0s 10. Patrik Sandell Skoda + 17m58.8s
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira