SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði á menntasviði Reykjavíkurborgar þriðja árið í röð.
Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK, segir helsta áhyggjuefnið vera að fjárveitingar til skólanna muni vart duga til að fylgja ákvæðum grunnskólalaga að fullu.
„Við höfum verið í samráði með niðurskurðinn hingað til og skiljum þörfina á honum," segir Guðrún. „En nú höfum við miklar áhyggjur af því að kerfið þoli ekki meira og að gæði skólastarfsins muni skerðast."- sv