Blikar úr leik í Evrópudeildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 20:59 Markmaður Motherwell lokar markinu í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey) Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey)
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira