D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni 28. maí 2010 06:30 Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira