HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 1-7 í N1-deild karla. Ólafur Bjarki hefur farið mikinn í liði HK sem hefur komið verulega á óvart með frábærri frammistöðu.
Það þarf ekki að koma á óvart að fulltrúar frá Akureyri og HK séu áberandi í valinu.
Akureyri hefur ekki tapað leik og HK tapaði aðeins fyrir Akureyri.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í vali HSÍ að nú er einnig valinn besti varnarmaðurinn. Þann heiður hlýtur fyrstur allra Húsvíkingurinn í liði Akureyrar, Guðlaugur Arnarsson.
Úrvalslið umferða 1-7:
Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri
Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram
Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyri
Besti varnarmaðurinn: Guðlaugur Arnarsson,
Besta umgjörðin: FH
Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.