„Fyrst og fremst er ég ósáttur við mitt lið. Við vorum lengi af stað," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir tapleik hans manna í Grindavík í kvöld.
„Við vorum lengi í gírinn, varnarlega vorum við daprir framan af og sóknarleikurinn virkaði stífur. Við vorum ekki að ná að komast í okkar leik."
Í lokin hefði sigurinn þó getað fallið hvoru megin sem var. „Við áttum alltaf möguleika en vorum ekki nægilega klárir. Í lokin tókum við nokkur skot sem voru illa ígrunduð. Þetta eru hlutir sem við þurfum að vinna meira í," sagði Guðjón.