Marcos Senna er nú sterklega orðaður við Barcelona sem leitar að eftirmanni Yaya Toure á miðjuna. Senna leikur með Villareal en hann er orðinn 34 ára gamall.
"Ég er viss um að ég Barcelona talar við Villareal muni félagið mitt ekki hindra það að ég fari. Það væri einstakt tækifæri fyrir hann að komast til Barcelona," sagði talsmaður Senna.
Leikmaðurinn sjálfur er í miklum metum á Spáni en hann sagði sjálfur við El Mundo Deportivo að það væri heiður að vera orðaður við Katalóníufélagið.
Senna var lykilmaður í spænska landsliðinu á EM 2008 en var ekki valinn í HM hópinn í ár.
Senna eftirmaður Toure hjá Barcelona?
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


