Hamilton: Formúla 1 er eins og golf 23. júlí 2010 10:27 Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum. Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum.
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira