Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur 9. nóvember 2010 05:00 Verðmætur sopi Jón Ólafsson var öskutepptur í París í Eyjafjallagosinu í apríl og ræddi þá við forsvarsmenn tískuhússins Christian Dior.Fréttablaðið/vilhelm Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira