Hlynur Bæringsson lyfti bikarnum í annað skiptið á þremur árum eftir 92-81 sigur á Grindavík í úrslitaleik Subwaybikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Hlynur var með 10 stig og 19 fráköst í leiknum.
„Þetta var baráttusigur. Þótt að þeir hafi skorað 81 stig þá spiluðum við ofboðslega góða vörn á þeirra helstu pósta. Mér fannst við loka flestum leiðum fyrir þá, Flake slapp frá okkur af og til en Páll Axel skoraði að ég held ekki körfu," sagði Hlynur og bætti við:
„Siggi Þorvalds át Pál Axel bara ef maður segir alveg eins og er. Það þarf lið til þess að stoppa svona menn því það gerir það enginn einn. Ég var virkilega ánægður með þetta," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og þetta er miklu skemmtilegri en fyrir tveimur árum þó svo að það hafi alls ekki verið leiðinlegt. Sá leikur var miklu ójafnari og það var alveg ljóst frá því að menn vissu hverjir yrðu í úrslitunum. Þetta var miklu jafnari leikur, það var meiri spenna og það skemmtilegra að vinna bikarinn í svona leik," sagði Hlynur.
Hlynur: Það þarf lið til þess að stoppa svona menn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti