Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2010 20:35 Raphael van der Vaart fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum í kvöld. Mynd/AP Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira