Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður 25. febrúar 2010 04:15 Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32