Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi 29. júní 2010 18:42 Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin. Innlent Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin.
Innlent Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira