Húsleitir hjá Jóni Ásgeiri, Lárusi og Pálma Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2010 18:52 Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna. Aðgerðir sérstaks saksóknara voru mjög umfangsmiklar, en tíu húsleitir voru framkvæmdar samtímis í morgun. Sextán húsleitir voru framkvæmdar samtals að undangengnum dómsúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur, en alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum frá sjö embættum. Jón Ásgeir Jóhannesson. Húsleit var gerð á skrifstofu hans á 101 Hóteli. Auk starfsmanna sérstaks saksóknara tóku þátt lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu. „Um er að ræða all nokkur stór og flókin mál, þannig að þetta var töluvert mikil aðgerð sem þurfti langan undirbúning," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Húsleitir voru m.a framkvæmdar á heimili Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, skrifstofu Pálma Haraldssonar og skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, samkvæmt heimildum fréttastofu. Grunur um markaðsmisnotkun, umboðssvik o.fl. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknariAðgerðirnar í dag varða fimm sundurgreind mál sem eru til rannsóknar. Í fyrsta lagi er um að ræða mál vegna 20 milljarða króna lánveitingar Glitnis til Stím ehf. vegna viðskipta með hlutabréf í Glitni og FL Group, en hinn 14. nóvember 2007 var tilkynnt um viðskipti með bréf í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Bréfin sem Stím keypti voru í eigu Glitnis sjálfs, og lánaði Glitnir um 20 milljarða króna til kaupanna. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til að fegra stöðu Glitnis og þar með markaðsmisnotkun. Stjórnarformaður Stím var Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður á Bolungarvík. Stærsti hluthafi félagsins var Glitnir.Grunur um markaðsmisnotkun, umboðssvik o.fl. Í öðru lagi er um að ræða sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. til kaupa á fyrirtækinu Aurum Holding Ltd. af Fons hf. á yfirverði en grunur leikur á að lánasamningurinn hafi verið settur á svið til ná tveimur milljörðum króna út úr Glitni umfram vanskil Pálma Haraldssonar við bankann.Þessi lánveiting varð tilefni frægs tölvupósts Einars Arnar Ólafssonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra þar sem hann var að hneykslast á samningnum: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lanum ekki bara palma 2.ma.kr. til að koma fyrir á cayman, aður en hann fer a hausinn," sagði Einar Örn í tölvupóstinum sem er meðal gagna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna viðskiptanna. Grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða samkvæmt almennum hegningarlögum.Þriðja málið sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara er vegna lánveitinga Glitnis vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops. Um er að ræða 7 milljarða króna lán til Stoða hf., 4,8 milljarða króna lán til Baugs og 5 milljarða króan lán til 101 Capital ehf.Fjórða málið er vegna kaupa sjóðsins GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Fimmta og síðasta málið er vegna kaupa Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Upphæðir hlaupa á sjötíu milljörðum króna Samtals hlaupa upphæðir vegna þessara viðskipta á um sjötíu milljörðum króna. Öll þessi mál, fyrir utan mál fagfjárfestasjóðsins, eru rakin í stefnu slitastjórnar Glitnis vegna einkamáls sem þrotabúið höfðaði í New York gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að það megi til sanns vegar færa að um sömu málsatvik séu að ræða í mörgum tilvikum. „Það sem er grunnurinn á bak við þessar rannsóknir eru annars vegar kærur frá Fjármálaeftirlitinu og gögn frá skilanefnd Glitnis banka. Að sumu leyti er um að ræða gögn sem varða sömu málin, en þetta eru þau sakarefni sem eru til rannsóknar," segir Ólafur. Alls voru níu yfirheyrðir í dag í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Bjarni Jóhannsson og Guðný Sigurðardóttir sem voru framkvæmdastjórar hjá Glitni banka og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Þorvaldur Lúðvík segist ekki vera til rannsóknar vegna gruns um refsiverða háttsemi og sé aðeins vitni málinu. Yfirheyrslur munu halda áfram í kvöld og ekki er útilokað að fleiri verði yfirheyrðir. Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna. Aðgerðir sérstaks saksóknara voru mjög umfangsmiklar, en tíu húsleitir voru framkvæmdar samtímis í morgun. Sextán húsleitir voru framkvæmdar samtals að undangengnum dómsúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur, en alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum frá sjö embættum. Jón Ásgeir Jóhannesson. Húsleit var gerð á skrifstofu hans á 101 Hóteli. Auk starfsmanna sérstaks saksóknara tóku þátt lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu. „Um er að ræða all nokkur stór og flókin mál, þannig að þetta var töluvert mikil aðgerð sem þurfti langan undirbúning," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Húsleitir voru m.a framkvæmdar á heimili Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, skrifstofu Pálma Haraldssonar og skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, samkvæmt heimildum fréttastofu. Grunur um markaðsmisnotkun, umboðssvik o.fl. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknariAðgerðirnar í dag varða fimm sundurgreind mál sem eru til rannsóknar. Í fyrsta lagi er um að ræða mál vegna 20 milljarða króna lánveitingar Glitnis til Stím ehf. vegna viðskipta með hlutabréf í Glitni og FL Group, en hinn 14. nóvember 2007 var tilkynnt um viðskipti með bréf í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Bréfin sem Stím keypti voru í eigu Glitnis sjálfs, og lánaði Glitnir um 20 milljarða króna til kaupanna. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til að fegra stöðu Glitnis og þar með markaðsmisnotkun. Stjórnarformaður Stím var Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður á Bolungarvík. Stærsti hluthafi félagsins var Glitnir.Grunur um markaðsmisnotkun, umboðssvik o.fl. Í öðru lagi er um að ræða sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. til kaupa á fyrirtækinu Aurum Holding Ltd. af Fons hf. á yfirverði en grunur leikur á að lánasamningurinn hafi verið settur á svið til ná tveimur milljörðum króna út úr Glitni umfram vanskil Pálma Haraldssonar við bankann.Þessi lánveiting varð tilefni frægs tölvupósts Einars Arnar Ólafssonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra þar sem hann var að hneykslast á samningnum: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lanum ekki bara palma 2.ma.kr. til að koma fyrir á cayman, aður en hann fer a hausinn," sagði Einar Örn í tölvupóstinum sem er meðal gagna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna viðskiptanna. Grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða samkvæmt almennum hegningarlögum.Þriðja málið sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara er vegna lánveitinga Glitnis vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops. Um er að ræða 7 milljarða króna lán til Stoða hf., 4,8 milljarða króna lán til Baugs og 5 milljarða króan lán til 101 Capital ehf.Fjórða málið er vegna kaupa sjóðsins GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Fimmta og síðasta málið er vegna kaupa Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Upphæðir hlaupa á sjötíu milljörðum króna Samtals hlaupa upphæðir vegna þessara viðskipta á um sjötíu milljörðum króna. Öll þessi mál, fyrir utan mál fagfjárfestasjóðsins, eru rakin í stefnu slitastjórnar Glitnis vegna einkamáls sem þrotabúið höfðaði í New York gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að það megi til sanns vegar færa að um sömu málsatvik séu að ræða í mörgum tilvikum. „Það sem er grunnurinn á bak við þessar rannsóknir eru annars vegar kærur frá Fjármálaeftirlitinu og gögn frá skilanefnd Glitnis banka. Að sumu leyti er um að ræða gögn sem varða sömu málin, en þetta eru þau sakarefni sem eru til rannsóknar," segir Ólafur. Alls voru níu yfirheyrðir í dag í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Bjarni Jóhannsson og Guðný Sigurðardóttir sem voru framkvæmdastjórar hjá Glitni banka og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Þorvaldur Lúðvík segist ekki vera til rannsóknar vegna gruns um refsiverða háttsemi og sé aðeins vitni málinu. Yfirheyrslur munu halda áfram í kvöld og ekki er útilokað að fleiri verði yfirheyrðir.
Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12