Víti stórlaxa og smásíla Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Það var svolítið skondið að fylgjast með Kastljóssviðtali mánudagskvöldsins, þar sem rökrætt var hvort leyfa ætti opnun spilavítis á Hótel Nordica. Á tímabili vissi ég ekki hvor viðmælendanna hefði hagsmuni spilafíklanna í huga og hvor ætlaði sér að græða á veikleika þeirra. Lá við að fótboltatvíburinn Arnar klökknaði þegar hann lýsti því hvað spilafíkn væri stórt vandamál á Íslandi sem skömm væri að og þyrfti að taka á strax. Það var ekki nema von að spyrillinn segði ringlaður: „En þið ætlið alveg að græða á þessu, er það ekki?" Það er jú einmitt málið. Þeir ætla auðvitað að græða á þessu. Og gróðalögmálið virkar einhvern veginn þannig að þegar einn græðir tapar einhver annar. Hverjir græða? Jú, tvíburarnir og viðskiptafélagar þeirra, Icelandair og íslenska ríkið fær sinn skerf. Og hverjir tapa? Einn og einn útlenskur stórlax sem munar ekkert um milljónirnar. En alveg ábyggilega mun fleiri smásíli. Flestir þeirra sem tapa verða venjulegir gaurar sem er alveg sama um nokkra þúsundkalla. En svo eru það hinir sem eru haldnir þeim ranghugmyndum að þeir séu öðruvísi en lúserarnir sem eyða matarpeningum heimilisins í spilamennsku. Þeir hafi töfra í fingrum. Sem þeir hafa svo fæstir, koma fjölskyldu sinni jafnvel á vonarvöl, missa hana og standa einir eftir og allslausir. Til hvers ætti íslenska ríkið að ýta undir að slíkum dæmum fjölgi með því að breyta lögum um fjárhættuspil í snarhasti? Er það í alvöru brjálæðislega aðkallandi? Þegar ég hugsa um spilavíti sé ég fyrir mér brilljantínsmurða mafíósa með léttklæddar píur sér við hlið sem blása frygðarlega á teningana áður en þeim er kastað. Ég veit þetta er fordómafull sýn, en þegar ég sé útsendingar frá pókermótum í sjónvarpinu get ég ekki betur séð en að karlarnir með pókerfésin, sem sitja í kringum borð og spila, séu einmitt að reyna að skapa þessa stemningu. Þeir eru svakalegir spaðar. Er ekki dálítið undarlegt að rótgróið fyrirtæki eins og Icelandair vilji leggja nafn sitt og ímynd að veði fyrir eitthvað eins hallærislegt og þetta? Kannski ekki, þegar áhersla í markaðsstarfi félagsins hingað til er minnst. Svo sem auglýsingar um skítugar helgar á Íslandi. Spilavítið smellpassar inn í þá mynd. Hingað geta þá karlar komið í hópum, spilað frá sér allt sitt reiðufé og drekkt svo sorgum sínum í faðmi einnar af þessum lauslátu íslensku konum sem bíða í röðum eftir ríkum útlendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Það var svolítið skondið að fylgjast með Kastljóssviðtali mánudagskvöldsins, þar sem rökrætt var hvort leyfa ætti opnun spilavítis á Hótel Nordica. Á tímabili vissi ég ekki hvor viðmælendanna hefði hagsmuni spilafíklanna í huga og hvor ætlaði sér að græða á veikleika þeirra. Lá við að fótboltatvíburinn Arnar klökknaði þegar hann lýsti því hvað spilafíkn væri stórt vandamál á Íslandi sem skömm væri að og þyrfti að taka á strax. Það var ekki nema von að spyrillinn segði ringlaður: „En þið ætlið alveg að græða á þessu, er það ekki?" Það er jú einmitt málið. Þeir ætla auðvitað að græða á þessu. Og gróðalögmálið virkar einhvern veginn þannig að þegar einn græðir tapar einhver annar. Hverjir græða? Jú, tvíburarnir og viðskiptafélagar þeirra, Icelandair og íslenska ríkið fær sinn skerf. Og hverjir tapa? Einn og einn útlenskur stórlax sem munar ekkert um milljónirnar. En alveg ábyggilega mun fleiri smásíli. Flestir þeirra sem tapa verða venjulegir gaurar sem er alveg sama um nokkra þúsundkalla. En svo eru það hinir sem eru haldnir þeim ranghugmyndum að þeir séu öðruvísi en lúserarnir sem eyða matarpeningum heimilisins í spilamennsku. Þeir hafi töfra í fingrum. Sem þeir hafa svo fæstir, koma fjölskyldu sinni jafnvel á vonarvöl, missa hana og standa einir eftir og allslausir. Til hvers ætti íslenska ríkið að ýta undir að slíkum dæmum fjölgi með því að breyta lögum um fjárhættuspil í snarhasti? Er það í alvöru brjálæðislega aðkallandi? Þegar ég hugsa um spilavíti sé ég fyrir mér brilljantínsmurða mafíósa með léttklæddar píur sér við hlið sem blása frygðarlega á teningana áður en þeim er kastað. Ég veit þetta er fordómafull sýn, en þegar ég sé útsendingar frá pókermótum í sjónvarpinu get ég ekki betur séð en að karlarnir með pókerfésin, sem sitja í kringum borð og spila, séu einmitt að reyna að skapa þessa stemningu. Þeir eru svakalegir spaðar. Er ekki dálítið undarlegt að rótgróið fyrirtæki eins og Icelandair vilji leggja nafn sitt og ímynd að veði fyrir eitthvað eins hallærislegt og þetta? Kannski ekki, þegar áhersla í markaðsstarfi félagsins hingað til er minnst. Svo sem auglýsingar um skítugar helgar á Íslandi. Spilavítið smellpassar inn í þá mynd. Hingað geta þá karlar komið í hópum, spilað frá sér allt sitt reiðufé og drekkt svo sorgum sínum í faðmi einnar af þessum lauslátu íslensku konum sem bíða í röðum eftir ríkum útlendingum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun