Alonso stefnir á fyrsta sætið 25. september 2010 09:03 Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira