Alonso stefnir á fyrsta sætið 25. september 2010 09:03 Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu. Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu.
Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira