Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni 15. júlí 2010 11:50 Guðlaugur Agnar Guðmundsson, lagði 3 milljónir inn á reikning Sverri Þórs Guðmundssonar á Spáni. Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári. Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15
Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03