Kubica gæti haft áhrif á titilslaginn 2. nóvember 2010 16:14 Robert Kubica við forláta farkost sem Renault hannaði fyrir kvikmyndahátíðna í Cannes og sýndi á bílasýningunni í París á dögunum. Mynd: Getty Images/Francois Durand Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn. Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn.
Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira