Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson er á fimm höggum undir pari eftir fyrri hringinn á Flugfélags Íslands-mótinu, fyrsta mótinu í Íslandsmeistaramótaröðinni, sem fer fram í Vestmannaeyjum.
Ólafur, sem er í Nesklúbbnum, lék hringinn í dag á 65 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Kristján Þór Einarsson GKj lék á 67 höggum eða þremur undir pari og þriðji er Hlynur Geir Hjartarson GK á 68 höggum eða tveimur undir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir GL leiðir í kvennaflokki en hún lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari og jafnar í öðru til þriðja sæti er Íris Katla Guðmundsdóttir GR og Þórdís Geirsdóttir GK á 78 höggum eða átta yfir pari.
Kylfingar eru ánægðir með völlinn en finna þó aðeins fyrir sandinum sem liggur á vellinum. Búast má við skemmtilegu hring á morgun, eins og í dag verður hægt að fylgjast með skori keppenda á golf.is. Veðrið var einstaklega gott í dag á morgun er spáð góð spáð er hægri breytilegri átt og bjartviðri það ætti því ekkert að koma í veg fyrir frábært golf á morgun, að því er segir á heimasíðu Golfsambandsins.