Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi og til ævilangar sviptingar ökuréttar.
Hann var meðal annars dæmdur fyrir skjalafals. Hann falsaði nafn konu á bílasamning vegna bifhjóls. Samningurinn var upp á 1,6 milljónir.
Þá braust hann inn í sendibíl og stal 56 kössum af sælgæti.
Maðurinn reyndist vera með loftriffil og loftbyssu í fórum sínum, án þess að hafa skotvopnaleyfi. Hann braut margoft umferðarlög, meðal annars með fíkniefnaakstri. -jss