Fótbolti

Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian Mutu.
Adrian Mutu. Mynd/GettyImages
Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.

Mutu féll á tveimur lyfjaprófum eftir leiki Fiorentina gegn Bari og Lazio í janúarmánuði en Mutu skoraði meðal annars tvö mörk í 3-2 sigurleik Fiorentina á Lazio.

Þetta þýðir að Mutu má ekki spila með Fiorentina-liðinu þangað til 29. október næstkomandi. Mutu hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum með liðinu á þessu tímabili

„Ég er ekki ánægður," sagði hinn 31 árs gamli Mutu og bætti við: „Svona langt leikbann fyrir að taka inn hægðalyf er alltof strangt," sagði Mutu sem var dæmdur í sjö mánaða bann árið 2004 þegar kókaín fannst í sýni hans en þá var hann leikmaður Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×