Mun verjast af fullum krafti 18. maí 2010 05:00 Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir ætlar að verjast af fullum krafti samkvæmt yfirlýsingu frá honum. Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. „Þessi ákvörðun er tekin með eftirsjá, til að forðast það að félögin verði fyrir óréttmætum skaða á meðan hann [Jón Ásgeir] verst ásökunum Glitnis. Hr. Jóhannesson á engin hlutabréf í félögunum," segir í yfirlýsingunni og bent er á að hann hyggist verjast af fullum krafti gegn hinum fölsku ávirðingum og árétta sakleysi sitt. Hann hyggist ekki tjá sig frekar á meðan á málarekstrinum stendur. „Þetta er ekki eingöngu að hans frumkvæði, heldur ekki síður vegna þrýstings frá okkur. Við höfum beitt okkar áhrifum í því að Jón Ásgeir gangi úr stjórnum House of Fraser og Iceland," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Skilanefnd bankans á hlut BG Holding, sem áður var í eigu Baugs Group, í House of Fraser og Iceland Foods og sat Jón Ásgeir í stjórnum þeirra í umboði endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCooper (PWC), sem fer með bú BG Holding fyrir skilanefndina. Páll segir skilanefndina hafa komið því á framfæri við forsvarsmenn PWC að Jón Ásgeir viki úr stjórnum félaganna. „Þetta er ekkert í tengslum við stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum," að sögn Páls. - sh/-jab Fréttir Innlent Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. „Þessi ákvörðun er tekin með eftirsjá, til að forðast það að félögin verði fyrir óréttmætum skaða á meðan hann [Jón Ásgeir] verst ásökunum Glitnis. Hr. Jóhannesson á engin hlutabréf í félögunum," segir í yfirlýsingunni og bent er á að hann hyggist verjast af fullum krafti gegn hinum fölsku ávirðingum og árétta sakleysi sitt. Hann hyggist ekki tjá sig frekar á meðan á málarekstrinum stendur. „Þetta er ekki eingöngu að hans frumkvæði, heldur ekki síður vegna þrýstings frá okkur. Við höfum beitt okkar áhrifum í því að Jón Ásgeir gangi úr stjórnum House of Fraser og Iceland," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Skilanefnd bankans á hlut BG Holding, sem áður var í eigu Baugs Group, í House of Fraser og Iceland Foods og sat Jón Ásgeir í stjórnum þeirra í umboði endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCooper (PWC), sem fer með bú BG Holding fyrir skilanefndina. Páll segir skilanefndina hafa komið því á framfæri við forsvarsmenn PWC að Jón Ásgeir viki úr stjórnum félaganna. „Þetta er ekkert í tengslum við stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum," að sögn Páls. - sh/-jab
Fréttir Innlent Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira