Furðuleg afstaða Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. febrúar 2010 06:00 Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert á meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja þá virðist sem meirihluti þeirra vilji hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt, né ganga í Evrópusambandið. Eitthvað er öfugsnúið við þessa afstöðu og furðulegt ef þeir sem hér stýra fyrirtækjum átta sig ekki á að í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Og þó, kannski er það ekki svo ótrúlegt í ljósi stöðu íslensks efnahagslífs. Þetta er hópurinn sem lagst hefur á árar í að koma okkur á þennan stað. Niðurstöður könnunarinnar, sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráðs, verða kynntar í heild á Viðskiptaþingi 2010 á morgun. Gera má ráð fyrir að þá verði einhver til að gera grein fyrir tvíbentri afstöðu sinni til gjaldeyrismála þjóðarinnar og þess hvort hagsmunum hennar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Hringlandinn í afstöðunni til aðildar er mikill. Árið 2008 vildi þriðjungur ganga í sambandið, í fyrra voru það tveir þriðju, en minnihluti nú. Allan tíman hefur þó þótt ljóst að krónan gagnist ekki. Vangaveltum um einhliða upptöku annarrar myntar hefur fyrir löngu og með góðum rökum verið vísað út af borðinu. Nægir þar að nefna að með einhliða upptöku fæst ekki það bakland sem fjármálakerfi landsins myndi annars fá í myntsamstarfi, trúverðugleiki fjármálakerfisins væri að sama skapi minni og kallaði þar með á áhættuálag og hærri vexti. Ávinningur af slíku fyrirkomulagi nægir ekki til að kasta krónunni og tæpast þörf á að fara með þá umræðu enn einn hringinn. Nóg er nú samt af hringavitleysu og gömlum draugum sem endurtekið dúkka upp í umræðunni, sama hversu oft þeir hafa áður verið kveðnir niður. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims, skrifaði góða grein í Fréttablaðið 11. þessa mánaðar þar sem hann tiltók 12 sterk rök með Evrópusambandsaðild Íslands. Með því sem hann benti á er að kostnaður við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hafi verið óskaplegur. „Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum," segir Benedikt í grein sinni og bendir á að nú sé svo komið að útlendingar vilji hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þurfi til þess að byggja upp góð fyrirtæki. „Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn." Með Evrópusambandsaðild og upptöku evru með aðild að Myntbandalagi Evrópu eru sterk rök sem ekki hafa verið hrakin, sama hversu hátt lætur í hræðsluáróðri og yfirborðslegum þjóðernishyggjurökum. Önnur smáþjóð sem jafnklofin var í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar og Ísland var Malta. Þar bítast tveir flokkar um völdin og fyrir aðild 2004 var annar með og hinn á móti. Núna er leitun að þeim sem andsnúnir eru aðild og báðir flokkar vilja vera í Evrópusambandinu. Það segir sína sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert á meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja þá virðist sem meirihluti þeirra vilji hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt, né ganga í Evrópusambandið. Eitthvað er öfugsnúið við þessa afstöðu og furðulegt ef þeir sem hér stýra fyrirtækjum átta sig ekki á að í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Og þó, kannski er það ekki svo ótrúlegt í ljósi stöðu íslensks efnahagslífs. Þetta er hópurinn sem lagst hefur á árar í að koma okkur á þennan stað. Niðurstöður könnunarinnar, sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráðs, verða kynntar í heild á Viðskiptaþingi 2010 á morgun. Gera má ráð fyrir að þá verði einhver til að gera grein fyrir tvíbentri afstöðu sinni til gjaldeyrismála þjóðarinnar og þess hvort hagsmunum hennar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Hringlandinn í afstöðunni til aðildar er mikill. Árið 2008 vildi þriðjungur ganga í sambandið, í fyrra voru það tveir þriðju, en minnihluti nú. Allan tíman hefur þó þótt ljóst að krónan gagnist ekki. Vangaveltum um einhliða upptöku annarrar myntar hefur fyrir löngu og með góðum rökum verið vísað út af borðinu. Nægir þar að nefna að með einhliða upptöku fæst ekki það bakland sem fjármálakerfi landsins myndi annars fá í myntsamstarfi, trúverðugleiki fjármálakerfisins væri að sama skapi minni og kallaði þar með á áhættuálag og hærri vexti. Ávinningur af slíku fyrirkomulagi nægir ekki til að kasta krónunni og tæpast þörf á að fara með þá umræðu enn einn hringinn. Nóg er nú samt af hringavitleysu og gömlum draugum sem endurtekið dúkka upp í umræðunni, sama hversu oft þeir hafa áður verið kveðnir niður. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims, skrifaði góða grein í Fréttablaðið 11. þessa mánaðar þar sem hann tiltók 12 sterk rök með Evrópusambandsaðild Íslands. Með því sem hann benti á er að kostnaður við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hafi verið óskaplegur. „Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum," segir Benedikt í grein sinni og bendir á að nú sé svo komið að útlendingar vilji hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þurfi til þess að byggja upp góð fyrirtæki. „Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn." Með Evrópusambandsaðild og upptöku evru með aðild að Myntbandalagi Evrópu eru sterk rök sem ekki hafa verið hrakin, sama hversu hátt lætur í hræðsluáróðri og yfirborðslegum þjóðernishyggjurökum. Önnur smáþjóð sem jafnklofin var í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar og Ísland var Malta. Þar bítast tveir flokkar um völdin og fyrir aðild 2004 var annar með og hinn á móti. Núna er leitun að þeim sem andsnúnir eru aðild og báðir flokkar vilja vera í Evrópusambandinu. Það segir sína sögu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun