Vettel tók á móti meistaratitlinum 11. desember 2010 12:44 Yngsti meisari sögunnar, Sebastian Vettel tekur á móti meistaratitli ökumanna úr hendi Jean Todt, forseta FIA. Mynd: Getty Images/FIA Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira