Fótbolti

Ekkert nema stærðfræðin kemur í veg fyrir meistaratitil Bayern

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Müller fagnar einu marka sinna.
Thomas Müller fagnar einu marka sinna. Mynd/AP
Bayern München tryggði sér þýska meistaratitilinn í dag með 3-0 sigri á VfL Bochum þar sem keppinautar þeirra í Schalke 04 töpuðu á sama tíma 0-2 á heimavelli fyrir Werder Bremen. Bayern er með þriggja stiga og 17 marka forskot á Schalke þegar aðeins ein umferð er eftir.

Bayern München komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni og menn eru því að lifa frábæra daga í Bæjaralandi enda á félagið ennþá mjög góða möguleika á því að vinna þrennuna í vetur.

Thomas Müller skoraði öll mörk Bayern München í leiknum, fyrri tvö á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og það síðasta á 69. mínútu. Philipp Lahm, Franck Ribery og Mark van Bommel lögðu upp mörk Müller í leiknum.

Þetta verður 22. meistaratitill Bayern München og Louis van Gaal var þarna að vinna meistaratitil með sínu þriðja félagi.

Mesut Ozil og Hugo Almeida skoruðu mörk Werder Bremen í sigrinum á Schalke 04.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×