Mark Webber: Mæti til að sigra 23. september 2010 14:38 Mark Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir. Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir.
Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira