Mark Webber: Mæti til að sigra 23. september 2010 14:38 Mark Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir. Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir.
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira