Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag 19. ágúst 2010 06:00 Handtökuskipun Alþjóðalögreglan Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni 11. maí. Hún hefur nú verið felld úr gildi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira