Snæfell er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn KR eftir magnaðan útisigur í Vesturbænum í kvöld, 84-102.
KR byrjaði betur en strax í öðrum leikhluta tók Snæfell völdin og hélt forystunni allt til enda.
Snæfell spilaði frábæran körfubolta í kvöld á báðum endum vallarins og KR-ingar áttu einfaldlega ekki svar við sterkum leik þeirra.
KR þarf nú að fara í Hólminn á miðvikudag og reyna að jafna metin. Það verður ekki auðvelt.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.