Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum 21. október 2010 06:00 Einkennilegt ástand Gunnar Helgi segir að ástandið sem hafi skapast vegna fjölda frambjóðenda sé vægast sagt einkennilegt.Fréttablaðið/anton Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira