Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm 9. apríl 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býst ekki við því að verða sótt til saka. Mynd/ Anton. Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira