Í kvöld hefst Ragnarsmótið á Selfossi sem er undirbúningsmót liða í N1-deild karla fyrir komandi tímabil. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á SportTV.
Mótið er hið glæsilegasta í ár og munu sex af átta liðum N1-deildar karla etja kappi.
Í A-riðli mætast HK, Selfoss og FH sem á titil að verja. Í B-riðli leika Haukar, Fram og Valur.
Leikjaplanið er eftirfarandi:
Miðvikudagur 1. sept:
HK - FH kl. 18:30
Haukar - Fram kl. 20:00
Fimmtudagur 2. sept:
HK - Selfoss kl. 18:30
Haukar- Valur kl. 20:00
Föstudagur 3. sept:
Selfoss - FH kl. 18:30
Fram - Valur kl. 20:00
Laugardagur 4. sept:
Leikur um 5. sæti kl. 12:00
Leikur um 3. sæti kl. 16:00
Leikur um 1. sæti kl. 18:00
