Tunga og hjarta þykir lostæti ytra 20. maí 2010 04:45 Hrafnreyður KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira