Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum 15. október 2010 13:33 Christian Horner hjá Red Bull og Martin Whitmars hjá McLaren ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira