Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2010 22:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Mynd/Daníel Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira