Fótbolti

Inter og Roma með sigra - úrslitin ráðast í lokaumferðinni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Milito fagnar í dag.
Milito fagnar í dag.

Bæði toppliðin á Ítalíu, Inter og Roma sigruðu sína leiki í dag en ljóst er að meistarar verða krýndir í síðustu umferð deildarinnar sem fram fer um næstu helgi.

Inter sigraði Chievo 4-3 í markaleik en Roma lagði Cagliari 2-1 þar sem Francesco Totti, fyrirliði Roma, var hetja liðsins með bæði mörkin.

Inter situr á toppnum aðeins tveimur stigum á undan Roma. Bæði lið eiga möguleika á titlinum en Rómverjar verða að treysta á það að Mourinho og félagar í Inter misstígi sig um næstu helgi.

Í síðustu umferðinni mætir Inter liði Siena á útivelli en Roma leikur gegn Chievo, einnig á útivelli.

Diego Milito, framherji Inter, skoraði þriðja mark liðsins í dag en hann var ánægður með leikinn og bíður spenntur eftir lokaumferðinni.

„Ég er ánægður með markið mitt en auðvitað skiptir sigurinn mestu máli. Við bíðum spenntir eftir lokaleiknum gegn Siena en þar ráðast úrslitin. Við duttum í smá lægð á tímabilinu en snerum blaðinu aftur við og komum sterkir til baka," segir Milito á heimasíðu Inter.

„Ég er í góðu formi og er tilbúinn að gefa allt sem ég hef í lokasprettinn á tímabilinu," sagði Milito.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×