Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er dottinn úr bæjarstjórn. Samfylkingin fær fimm fulltrúa og tapar því tveimur og Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur og fá einnig fimm. Vinstri grænir halda sínum fulltrúa í bænum og eru því í oddaaðstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun.
Lokatölur í Hafnarfirði: Bæjarstjórinn ekki inni - VG í oddaaðstöðu
