Frjálsíþróttasambandið hefur tilnefnt þrjá karla og þrjár konur sem koma til greina sem frjálsíþróttakarl og frjálsíþróttakona júlímánaðar. Kosningin fer fram á heimasíðu FRÍ og er um óformlega könnun lesenda heimasíðu FRÍ að ræða.
Þetta er skemmtilegt nýbreytni hjá frjálsíþróttasambandinu til þess að vekja athygli á góðum árangri íslenska frjálsíþróttafólksins sem náði góðum árangri í júlí en Íslandi átti meðal annars sex keppendur á EM í frjálsum í Barcelona.
Þessi eru tilnefnd fyrir júlímánuð:
Ásdís Hjálmsdóttir
- fyrir 10. sæti í spjótkasti á EM í Barcelona
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
- fyrir bronsverðlaun í sjöþraut á HM unglinga í Canada
Kristín Birna Ólafsdóttir
-fyrir góða frammistöðu í 400m grind á EM í Barcelona
Björgvin Víkingsson
- fyrir árangur í 400m grindahlaupi 51.77 og náði þar með lágmarki á EM
Blake Tómas Jakobsson
- efnilegur 19 ára kastari fyrir góðan árangur í kringlukasti
Þorsteinn Ingvarsson
- fyrir sigur og 7.79 í Gautaborg og góða frammistöðu á EM í Barcelona í langstökki
Sigurvegarar júníkosningarinnar voru þau Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ og Þorsteinn Ingvarsson HSÞ.

