Birgir Leifur Hafþórsson er enn í góðum málum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golf sem fer fram á Spáni.
Birgir Leifur lék á 70 höggum í dag og er samtals á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er í 7.-8. sæti en efstu 20 keppendurnir komast á sjálft lokamótið úrtökumótaröðinni.
Síðasti hringurinn fer fram á morgun og á Birgir Leifur rástíma klukkan 9.20 í fyrramálið.
Efsti maður fyrir lokahringinn er Ástralinn Wade Ormsby sem hefur leikið á sjö höggum undir pari.