Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera 19. nóvember 2010 18:58 „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi." Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi."
Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06