Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð 16. september 2010 03:00 Kynntu niðurstöður - Vistheimilanefnd undir forystu Róberts Spanó kynnti niðurstöður annarrar áfangaskýrslu sinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira