Bananalýðveldið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. apríl 2010 06:22 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu. Niðurstöður nefndarinnar eru skýrar, gagnrýnin beitt og sumar upplýsingarnar, sem skýrslan dregur fram í dagsljósið, þess eðlis að hinn almenni lesandi sýpur hveljur. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi vanrækt starfsskyldur sínar, einkum með því að bregðast ekki með viðeigandi hætti við aðsteðjandi hættu á bankahruni. Hún telur sömuleiðis að fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Lýsingarnar á samskiptaleysi, persónulegri óvild manna á milli og fálmkenndum vinnubrögðum mánuðina fyrir hrun bera hvorki íslenzkri stjórnsýslu né pólitík fagurt vitni. Einna hörðust er gagnrýnin á vinnubrögðin við yfirtöku ríkisins á Glitni. Um hana segir nefndin að vinnubrögðin hafi verið "ótæk": "Þau voru á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum." Þetta er kurteisleg aðferð til að segja að Ísland hafi hagað sér eins og þau ríki, sem stundum eru kölluð bananalýðveldi. Fleiri rök má finna í skýrslunni fyrir þeirri samlíkingu. Undir lokin réðu stjórnkerfið og eftirlitsstofnanirnar ekkert við það skrímsli, sem auðmenn landsins höfðu skapað. Tækifærin til að hefta vöxt bankakerfisins höfðu farið forgörðum og undir lokin áttu stjórnmálamennirnir ekki annan kost en að spila með; ekki var hægt að taka áhættuna af því að kerfið eða hluti þess félli. Fjölmiðlar reyndust ekki aðhaldshlutverki sínu vaxnir; voru of veikburða og samdauna fögnuðinum yfir því, sem að minnsta kosti á yfirborðinu virtist fádæma velgengni bankanna. Þeir stjórnmála- og embættismenn, sem hafa nú hendur sínar að verja, geta vísað til þess að upphafið að hruninu lá í ákvörðunum eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir misnotuðu herfilega það frelsi, sem þeim hafði verið fengið. Stórir eigendur bankanna, til að mynda Baugsveldið, Björgólfsfeðgar og Exista, höfðu óeðlilegan aðgang að lánsfé bankanna. Bankarnir beittu blekkingum gagnvart eftirlitsstofnunum og reyndu að breiða yfir hvernig farið var á svig við reglur um áhættustýringu, sem áttu að vernda bankana sjálfa. Stjórnmálamennirnir eru þó ekki saklausir af því að skrímslið varð til. Þau mistök sem voru gerð við einkavæðingu ríkisbankanna með því að afhenda þá "kjölfestufjárfestum" stuðluðu þannig að því að einstakar viðskiptablokkir náðu taki á öllum bönkunum. Rannsóknarnefndin hefur vísað mörgum málum úr bankakerfinu til saksóknara. Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort fyrrverandi ráðherrum verður stefnt fyrir Landsdóm. Hugsanlega verða höfðuð fleiri skaðabótamál á hendur einstaklingum, sem tóku ákvarðanir sem kostað hafa fyrirtæki og almenning háar fjárhæðir. Að sjálfsögðu er mikilvægt að menn taki afleiðingum gerða sinna. Mikilvægast er þó að íslenzkt samfélag í heild dragi nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Að við gerum það sem gera þarf til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Vinsælast 2010 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu. Niðurstöður nefndarinnar eru skýrar, gagnrýnin beitt og sumar upplýsingarnar, sem skýrslan dregur fram í dagsljósið, þess eðlis að hinn almenni lesandi sýpur hveljur. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi vanrækt starfsskyldur sínar, einkum með því að bregðast ekki með viðeigandi hætti við aðsteðjandi hættu á bankahruni. Hún telur sömuleiðis að fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Lýsingarnar á samskiptaleysi, persónulegri óvild manna á milli og fálmkenndum vinnubrögðum mánuðina fyrir hrun bera hvorki íslenzkri stjórnsýslu né pólitík fagurt vitni. Einna hörðust er gagnrýnin á vinnubrögðin við yfirtöku ríkisins á Glitni. Um hana segir nefndin að vinnubrögðin hafi verið "ótæk": "Þau voru á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum." Þetta er kurteisleg aðferð til að segja að Ísland hafi hagað sér eins og þau ríki, sem stundum eru kölluð bananalýðveldi. Fleiri rök má finna í skýrslunni fyrir þeirri samlíkingu. Undir lokin réðu stjórnkerfið og eftirlitsstofnanirnar ekkert við það skrímsli, sem auðmenn landsins höfðu skapað. Tækifærin til að hefta vöxt bankakerfisins höfðu farið forgörðum og undir lokin áttu stjórnmálamennirnir ekki annan kost en að spila með; ekki var hægt að taka áhættuna af því að kerfið eða hluti þess félli. Fjölmiðlar reyndust ekki aðhaldshlutverki sínu vaxnir; voru of veikburða og samdauna fögnuðinum yfir því, sem að minnsta kosti á yfirborðinu virtist fádæma velgengni bankanna. Þeir stjórnmála- og embættismenn, sem hafa nú hendur sínar að verja, geta vísað til þess að upphafið að hruninu lá í ákvörðunum eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir misnotuðu herfilega það frelsi, sem þeim hafði verið fengið. Stórir eigendur bankanna, til að mynda Baugsveldið, Björgólfsfeðgar og Exista, höfðu óeðlilegan aðgang að lánsfé bankanna. Bankarnir beittu blekkingum gagnvart eftirlitsstofnunum og reyndu að breiða yfir hvernig farið var á svig við reglur um áhættustýringu, sem áttu að vernda bankana sjálfa. Stjórnmálamennirnir eru þó ekki saklausir af því að skrímslið varð til. Þau mistök sem voru gerð við einkavæðingu ríkisbankanna með því að afhenda þá "kjölfestufjárfestum" stuðluðu þannig að því að einstakar viðskiptablokkir náðu taki á öllum bönkunum. Rannsóknarnefndin hefur vísað mörgum málum úr bankakerfinu til saksóknara. Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort fyrrverandi ráðherrum verður stefnt fyrir Landsdóm. Hugsanlega verða höfðuð fleiri skaðabótamál á hendur einstaklingum, sem tóku ákvarðanir sem kostað hafa fyrirtæki og almenning háar fjárhæðir. Að sjálfsögðu er mikilvægt að menn taki afleiðingum gerða sinna. Mikilvægast er þó að íslenzkt samfélag í heild dragi nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Að við gerum það sem gera þarf til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun